Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mið 30. ágúst 2023 12:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir: Viljum skrifa söguna fyrir klúbbinn og okkur sjálfa
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag fyrir leik liðsins gegn Struga í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Með sigri eða jafntefli á morgun fer Breiðablik í riðlakeppnina og verður fyrsta íslenska karlaliðið sem fer svo langt í Evrópu. Breiðablik vann fyrri leikinn með einu marki og fer því með forystu í seinni leikinn.

„Ég er spenntur eins og ég held að allur hópurinn sé fyrir þessu verkefni. Við þurfum að vera við sjálfir og bara hlaupa yfir þá. Þetta er fínt lið fannst mér, góðir í fótbolta og með fína einstaklinga. Við þurfum bara að vera grjótharðir eins og í fyrri leiknum," sagði miðvörðurinn.

„Ég vona að sem flestir mæti, sama hvort það séu Blikar eða einhverjir aðrir. Ég býst við mikilli stemningu."

„Ég held það breyti engu að vera með forystuna, held við fáum betra veður núna og það komi í ljós að hitt liðið sé bara fínt líka."


Hversu stór er þessi leikur? „Virkilega stór, stærsti leikur sem ég hef held ég spilað á ferlinum allavega. Það er mikið undir, mikið í húfi, bæði fyrir klúbbinn og okkur. Þetta er bara risastórt. Við viljum fara áfram, skrifa söguna fyrir klúbbinn og okkur sjálfa líka."

Kristinn Steindórsson er með rifinn liðþófa og verður ekki með Blikum í leiknum á morgun.

„Það var mjög leiðinlegt, ég sá þessar fréttir í gær. Það kemur alltaf maður í manns stað, eins mikill missir samt og það er að missa Kidda."

Besart Ibraimi hefur verið hættulegasti leikmaður Struga á Evrópuvegferð þeirra í sumar. Hvernig var að glíma við hann?

„Það var erfitt, hann er klókur leikmaður og góður í fótbolta, kann leikinn." Er hann einhver Luis Suarez týpa?

„Þegar þú segir það, þá get ég alveg tekið undir það."

Damir ræðir einnig um leikinn gegn Víkingi og söluna á Ágústi Orra Þorsteinssyni. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst. Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:45 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner