Ísland mætir í dag Austurríki í mikilvægum leik í undankeppni EM 2025. Ísland byrjar á að spila við Austurríki í smábænum Ried og svo heima á Laugardalsvelli á þriðjudaginn en með góðum úrslitum í þessum leikjum getur Ísland komist langleiðina á EM.
Búið er að opinbera leikmannalistana fyrir leikinn í dag, sem hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma.
Búið er að opinbera leikmannalistana fyrir leikinn í dag, sem hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma.
Það er áhugavert að skoða númerin hjá íslensku leikmönnunum en nokkrar breytingar eru frá síðasta hóp.
Sóknarmaðurinn Emilía Kiær, sem er markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, er í fyrsta sinn í íslenska hópnum en hún tekur treyju númer 5 fyrir leikinn í dag. Varnarmenn eru nú oftast með þetta númer á bakinu, en það er ekki þannig í dag.
Ásta Eir Árnadóttir, sem leikur þá annað hvort í stöðu bakvarðar eða miðvarðar, er númer 11 en oftast er það þannig að leikmaður í fremstu víglínu er með það númer. Hallbera Guðný Gísladóttir, sem var bakvörður, lék þó alltaf með þetta númer í íslenska landsliðinu.
Katla Tryggvadóttir, sem er nýliði í landsliðinu eins og Emilía, fær treyju númer 17 og Kristín Dís Árnadóttir, sem var ekki í hóp síðast, fær treyju númer 19.
Leikmannahópurinn:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
12. Telma Ívarsdóttir (m)
13. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
2. Berglind Rós Ágústsdóttir
3. Sandra María Jessen
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
5. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Selma Sól Magnúsdóttir
8. Alexandra Jóhannsdóttir
9. Diljá Ýr Zomers
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
11. Ásta Eir Árnadóttir
14. Hlín Eiríksdóttir
15. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
16. Hildur Antonsdóttir
17. Katla Tryggvadóttir
18. Guðrún Arnardóttir
19. Kristín Dís Árnadóttir
20. Guðný Árnadóttir
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
22. Amanda Andradóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir
Ísland spilar við Austurríki í undankeppni í dag, en leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net. Hann verður einnig sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
Athugasemdir