Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 31. maí 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Er að njóta sín í botn í Íslendingaliðinu - „Við erum að ná mjög vel saman"
Icelandair
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég var búin að ímynda mér þetta nokkurn veginn svona. Mér finnst ógeðslega gaman að spila með þessu liði og ég er að njóta mín í botn," segir landsliðskonan Katla Tryggvadóttir í samtali við Fótbolta.net um sína fyrstu mánuði hjá Kristianstad í Svíþjóð.

Katla, sem er fædd árið 2005, er í fyrsta sinn í A-landsliðshópnum en það er óhætt að segja að kallið hafi verið verðskuldað. Katla er þá á meðal markahæstu leikmanna sænsku úrvalsdeildarinnar en hún hefur gert fimm mörk í fyrstu átta deildarleikjum sínum með Kristianstad.

Katla hefur sýnt það á síðustu árum hversu ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður hún er. Hún er uppalin í Val en fór yfir í Þrótt fyrir sumarið 2022 til að fá að spila. Þar blómstraði hún og er Katla núna að gera það gott í atvinnumennsku.

„Þetta hefur verið geggjað reynsla. Ég er að æfa með svo góðum leikmönnum og ég er að læra eitthvað nýtt á hverjum einasta degi. Það er frábært og ég finn að ég er að bæta mig þvílíkt þarna."

„Ég held að grunnurinn sem Beta (Elísabet Gunnarsdóttir) lagði þarna sé mjög sterkur. Það er verið að byggja ofan á það. Ég veit svo sem ekki alveg hvernig þetta var þegar Beta var þjálfari liðsins en mér finnst þetta allt mjög gott núna," segir Katla en Elísabet Gunnarsdóttir hætti sem þjálfari Kristianstad fyrir yfirstandandi tímabil. Hún hafði verið þjálfari liðsins í 14 ár.

Gott að hafa Íslendingana með
Í liði Kristianstad hefur Katla verið að tengja vel við aðra íslenska leikmenn, Hlín Eiríksdóttur og Guðnýju Árnadóttur.

„Hlín hefur hjálpað mér mjög mikið innan sem utan vallar. Svo var gott líka að fá Guðnýju inn líka. Hún kemur aðeins á eftir mér og það var mjög gott að fá hana," segir Katla en hún og Hlín hafa verið að ná vel saman í sóknarleiknum.

„Við erum að ná mjög vel saman og það er geggjað að spila með henni. Hún skilar alltaf sínu og er stór karakter í liðinu okkar líka," sagði Katla. „Ég hef verið í tíuhlutverkinu og ég held að ég nýtist best þar."

Það var mikill áhugi á Kötlu í fyrra en hún segir að það hafi verið rétt skref að fara til Svíþjóðar.

„Þetta er skref upp á við frá Íslandi. Betri leikmenn og meiri taktík. Ég er að bæta mig á hverjum einasta degi. Ég held að þetta hafi verið rétta skrefið fyrir mig."

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Kötlu í spilaranum hér fyrir neðan.
Valið kom Kötlu ekki á óvart - „Ég var að bíða eftir þessu símtali"
Athugasemdir
banner