Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 01. apríl 2012 19:53
Arnar Daði Arnarsson
Heimild: Úrslit.net 
Lengjubikarinn: Elfar Árni afgreiddi Þróttara
Þróttur R. 1 - 2 Breiðablik:
1-0 Vilhjálmur Pálmason ('40)
1-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('53)
1-2 Elfar Árni Aðalsteinsson ('60)

Breiðablik vann eins marks sigur á 1.deildarliði Þróttar í Lengjubikarnum í dag, er liðin mættust í Egilshöllinni. Það var Húsvíkingurinn, Elfar Árni Aðalsteinsson sem afgreiddi Þróttarana með tveimur mörkum.

Þróttarar komust yfir í leiknum í fyrri hálfleik með marki frá Vilhjálmi Pálmasyni og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Á sjö mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik skoraði hinsvegar Elfar Árni tvö mörk eins og fyrr segir og tryggði Blikum þar með stigin þrjú.

Með sigrinum jöfnuðu Breiðablik þar með KR að stigum og eru þau í 2. og 3.sæti riðilsins með 12 stig þegar ein umferð er eftir. Þróttarar eru hinsvegar í næst neðsta sæti riðilsins með fjögur stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner