PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
banner
   sun 27. október 2024 16:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag: Óréttlátt hvernig við fengum á okkur vítið
Mynd: EPA

Erik ten Hag var alls ekki sáttur með vítaspyrnudóminn sem Man Utd fékk á sig í tapi gegn West Ham í dag.


Man Utd var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik en staðan var markalaus eftir 45 mínútna leik. Crysencio Summerville var einn þriggja sem kom inn á hjá West Ham í hálfleik og hann kom liðinu yfir.

Casemiro tókst að jafna metin en Jarrod Bowen tryggði West Ham sigurinn með marki úr vítaspyrnu undiir lokin. Mathijs de Ligt braut á Danny Ings inn í teignum. David Coote dómari dæmdi ekkert en VAR steig inn í og víti var niðurstaðan.

„Það var óréttlátt hvernig við fengum á okkur vítið. Það var erfitt að sjá þetta. Fyrir tímabilið var talað um að VAR myndi bara grípa inn í ef það væru augljós mistök hjá dómaranum. Þetta voru klárlega ekki augljós mistök," sagði Ten Hag.

Julen Lopetegui stjóri West Ham tjáði sig einnig um vítaspyrnudóminn.

„Ég sá þetta ekki. Leikmennirnir segja að þetta hafi verið víti og dómarinn segir það svo ég er viss um að þeir hafi rétt fyrir sér," sagði Lopetegui.


Athugasemdir
banner
banner