PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
banner
   sun 27. október 2024 22:11
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Orri tekinn af velli í hálfleik í tapi - Nýr markvörður Liverpool kom Valencia til bjargar
Orri Steinn í leiknum í kvöld
Orri Steinn í leiknum í kvöld
Mynd: Getty Images
Mamardashvili náði í stig fyrir Valencia
Mamardashvili náði í stig fyrir Valencia
Mynd: EPA
Orri Steinn Óskarsson átti ekki sinn besta leik er Real Sociedad tapaði fyrir Osasuna, 2-0, í La Liga í kvöld.

Framherjinn fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir að hafa verið ónotaður varamaður í Evrópudeildinni á fimmtudag.

Orri náði sér ekki á strik gegn Osasuna. Hann átti fimmtán snertingar í fyrri hálfleik og tókst ekki að skapa sér færi en hann snerti boltann aðeins einu sinni í teig gestanna.

Osasuna skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum og dugði það til sigurs en Sociedad er í 12. sæti með 12 stig á meðan Osasuna er í 6. sæti með 18 stig.

Giorgi Mamardashvili, sem mun ganga í raðir Liverpool næsta sumar, var hetja Valencia í 1-1 jafnteflinu gegn Getafe, en tvöföld markvarsla hans undir lok leiks bjargaði stigi.

Staðan var 1-1 þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en þá átti hann tvær ótrúlegar vörslur. Fyrri varslan voru mögnuð viðbrögð við bolta sem fór af varnarmanni og síðan varði hann frákastið.

Valencia er samt sem áður enn á botninum með 7 stig á meðan Getafe er í 15. sæti með 10 stig.

Getafe 1 - 1 Valencia
0-1 Enzo Barrenechea ('36 )
1-1 Mauro Arambarri ('90 , víti)

Betis 1 - 0 Atletico Madrid
1-0 Jose Gimenez ('4 , sjálfsmark)

Leganes 3 - 0 Celta
1-0 Diego Garcia ('59 )
2-0 Darko Brasanac ('78 )
3-0 Sergio Gonzalez ('82 )

Real Sociedad 0 - 2 Osasuna
0-1 Lucas Torro ('23 )
0-2 Ante Budimir ('34 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 11 10 0 1 37 10 +27 30
2 Real Madrid 11 7 3 1 21 11 +10 24
3 Villarreal 11 6 3 2 20 19 +1 21
4 Atletico Madrid 11 5 5 1 16 7 +9 20
5 Betis 11 5 3 3 11 9 +2 18
6 Osasuna 11 5 3 3 16 16 0 18
7 Athletic 10 5 2 3 17 11 +6 17
8 Mallorca 10 5 2 3 10 8 +2 17
9 Vallecano 11 4 4 3 12 10 +2 16
10 Sevilla 11 4 3 4 12 15 -3 15
11 Celta 11 4 1 6 17 20 -3 13
12 Real Sociedad 11 3 3 5 8 10 -2 12
13 Girona 11 3 3 5 11 14 -3 12
14 Leganes 11 2 5 4 9 12 -3 11
15 Getafe 11 1 7 3 8 9 -1 10
16 Alaves 11 3 1 7 13 19 -6 10
17 Espanyol 11 3 1 7 10 19 -9 10
18 Las Palmas 11 2 3 6 13 19 -6 9
19 Valladolid 11 2 2 7 9 23 -14 8
20 Valencia 11 1 4 6 8 17 -9 7
Athugasemdir
banner
banner