Eiginkona spænska þjálfarans Xavi virtist senda dulin skilaboð í Instagram-sögu sinni í gær en þjálfarinn hefur undanfarna daga verið orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester United.
Enskir miðlar greindu frá því á dögunum að stjórnarmenn United hafi flogið til Barcelona til að ræða við Xavi.
Erik ten Hag, stjóri United, situr í heitu sæti en liðið er aðeins með 11 stig eftir níu leiki og aðeins skorað átta mörk.
Talið er að United sé að íhuga að láta hann fara á næstunni og er Xavi talinn líklegastur til að taka við.
Margir stuðningsmenn United eru á því að eiginkona Xavi hafi sent dulin skilaboð í Instagram-sögu sinni í gær en hún birti þá mynd af þjálfaranum ásamt syni þeirra, sem var klæddur í United-treyju.
Auðvitað gæti þetta verið alger tilviljun og að sonurinn sé mikill United-maður, en einhverjum fannst þó tímasetning sérstök.
Xavi with his son wearing a #mufc jersey earlier today ???? pic.twitter.com/ud7RtHYwnO
— United Zone (@ManUnitedZone_) October 27, 2024
Athugasemdir