PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
banner
   sun 27. október 2024 19:13
Elvar Geir Magnússon
Ísak Snær kom Blikum yfir eftir klaufagang í vörn Víkings
Ísak fagnaði markinu með því að taka armbeygjur.
Ísak fagnaði markinu með því að taka armbeygjur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Breiðablik hefur tekið forystuna í úrslitaleiknum gegn Víkingi sem nú er í gangi á Heimavelli hamingjunnar. Markið skoraði Ísak Snær Þorvaldsson á 37. mínútu.

„Eftir klafs í teignum nær Ísak Snær að koma boltanum fyrir sig og kemur boltanum í netið. Varnarleikur Víkinga slakur þarna. Þetta hleypir lífi í leikinn, Víkingar þurfa mark!" skrifaði Kári Snorrason í textalýsingu frá leiknum.

Karl Friðleifur Gunnarsson og Oliver Ekroth voru afskaplega klaufalegir í vörn Víkings.

Breiðablik verður Íslandsmeistari með sigri en Víkingi dugar jafntefli.

Hér að neðan má sjá myndir sem Haukur Gunnarsson tók á leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner