PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 17:28
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal leiðir í hálfleik - Merino skallaði aukaspyrnu Rice í netið
Mynd: Getty Images
Arsenal leiðir gegn Liverpool, 2-1, í hálfleik á Emirates-leikvanginum í Lundúnum en það var spænski miðjumaðurinn Mikel Merino sem skoraði annað mark Arsenal undir lok hálfleiksins.

Heimamenn komust á bragðið eftir níu mínútur er Ben White kom með langan bolta á hægri vænginn á Bukayo Saka. Hann keyrði inn í teiginn, lék á Andy Robertson áður en hann smellti boltanum efst í nærhornið.

Liverpool svaraði níu mínútum síðar með skallamarki Virgil van Dijk eftir hornspyrnu Trent Alexander-Arnold. Hornspyrnan kom á nær á Luis Díaz sem framlengdi boltann á Van Dijk sem stýrði boltanum í markið.

Umdeilt atvik kom upp eftir hálftímaleik er Ibrahima Konate fór í tæklingu á Gabriel Martinelli í teignum. Vafamálið var hvort Konate hafi farið í boltann en VAR dæmdi það sem svo að hann hafi tekið boltann og því engin vítaspyrna dæmd.

Undir lok hálfleiksins tók Arsenal forystuna á nýjan leik er Declan Rice tók aukaspyrnu inn á miðjan teiginn og á Mikel Merino sem stangaði honum í netið. VAR skoðaði hvort Merino hafi verið rangstæður í markinu, en svo var ekki. Virgil van Dijk spilaði hann réttstæðan og leiðir því Arsenal í hálfleik, 2-1.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner