PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
banner
   sun 27. október 2024 16:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benoný setur stefnuna á atvinnumennsku - „Þarf að velja rétt"
Benoný sáttur eftir enn eitt markið í gær.
Benoný sáttur eftir enn eitt markið í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elmar var ánægður með sinn mann.
Elmar var ánægður með sinn mann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benoný Breki Andrésson endaði sem markakóngur Bestu deildarinnar og setti markamet í Bestu deildinni í gær. Hann skoraði fimm mörk og endaði með 21 mark í 26 leikjum spiluðum í deildinni. Ellefu af mörkunum komu eftir tvískiptingu.

Á föstudag var hann orðaður við þýska félagið Mainz og spænsku úrvalsdeildina í Dr. Football og Þungavigtinni. Markakóngurinn, sem er einungis 19 ára gamall, ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn í gær.

„Ég var alveg jafnhissa á þessu og þið, opnaði símann bara eftir æfingu og sá þessa frétt. Síðan verður þetta að koma betur í ljós á næstu dögum. Þetta kom mér alveg smá á óvart (að vera orðaður við Bundesliga og La Liga) en það skipti miklu máli að hugsa ekki of mikið um þetta fyrir þennan leik, vildi klára tímabilið með stæl, svo kemur framtíðin í ljós."

„Hugurinn stefnir út í atvinnumennsku. Ég þarf bara að velja rétt. Það kemur bara í ljós hvað það verður,"
sagði Benoný eftir leikinn í gær.
Óskar Hrafn: Við viljum að hann fari út og taki næsta skref
Athugasemdir
banner
banner
banner