PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   mán 28. október 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Slot fékk gult spjald vegna misskilnings - „Það var ekki það sem ég sagði“
Mynd: EPA
Hollenski stjórinn Arne Slot segist þurfa að passa sig eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í ensku úrvalsdeildinni.

Slot fékk að líta gula spjaldið þegar um fimmtán mínútur voru eftir af leiknum.

Spjaldið fékk hann fyrir að kalla Sam Barrett, fjórða dómara leiksins, 'fokking brandara', en Slot segir að dómarinn hafi misskilið hann.

Slot vildi meina það að hann hafi verið að tala við Ibrahima Konate, varnarmann Liverpool, og orð hans hafi verið tekin úr samhengi.

„Það gerðist svo oft í leiknum þar sem þeir lágu í grasinu, sem getur stundum gerst í fótbolta. Ég er ekkert að sakast út í þá fyrir það, en þeir gerðu það alltaf þegar þeir voru með boltann. Það tók orkuna úr leiknum. Ég sagði við Ibou (Konate) 'þetta er fokking brandari' og fjórði dómarinn hélt ég hefði sagt við hann: 'Þú ert fokking brandari', en það er ekki það sem ég sagði. Ég fékk gult spjald fyrir það og núna er ég kominn með tvö gul, þannig ég þarf að passa mig,“ sagði Slot á blaðamannafundinum.
Athugasemdir
banner
banner