Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   sun 27. október 2024 23:58
Brynjar Ingi Erluson
PSG vann stórslaginn í frönsku deildinni - Umdeilt rautt spjald og klaufalegt sjálfsmark
Bradley Barcola skoraði þriðja mark PSG og fagnar því hér
Bradley Barcola skoraði þriðja mark PSG og fagnar því hér
Mynd: Getty Images
Amine Harit fékk umdeilt rautt spjald
Amine Harit fékk umdeilt rautt spjald
Mynd: Getty Images
Leonardo Balerdi skoraði klaufalegt sjálfsmark
Leonardo Balerdi skoraði klaufalegt sjálfsmark
Mynd: Getty Images
Franska meistaraliðið Paris Saint-Germain vann öruggan 3-0 sigur á erkifjendum sínum í Marseille á Velodrome-leikvanginum í Marseille í kvöld.

Portúgalski miðjumaðurinn Joao Neves kom meisturunum í forystu á 7. mínútu. Nuno Mendes og Bradley Barcola tóku skemmtilegt þríhyrningsspil áður en Mendes lét vaða á markið, en skotið var varið út á Neves sem skoraði af stuttu færi.

Amine Harit, leikmaður Marseille, fékk rauða spjaldið á 20. mínútu fyrir brot á Marquinhos. Þegar endursýning var skoðuð virkaði rautt spjald fremur grimmur dómur, en það var ekki hægt að deila við dómarann og Marseille manni færri.



PSG nýtti sér það með því að skora tvö mörk á síðustu fimmtán mínútum fyrri hálfleiks, með mikilli hjálp Marseille. Annað markið var sjálfsmark varnarmanninum Leonardo Balerdi. Slök fyrirgjöf kom inn í teiginn og var enginn leikmaður nálægt Balerdi sem potaði boltanum í eigið net.



Barcola gerði þriðja og síðasta mark PSG. Ousmane Dembele tók skot hægra megin úr teignum sem var varið, en Dembele fékk boltann aftur, kom honum til hliðar á Barcola sem afgreiddi boltann af yfirvegun í netið.

Stórsigur fyrir PSG, svona í ljósi rígsins, en liðið er á toppnum með 23 stig á meðan Marseille er 3. sæti, sex stigum á eftir erkifjendum sínum.
Athugasemdir
banner
banner