Franska meistaraliðið Paris Saint-Germain vann öruggan 3-0 sigur á erkifjendum sínum í Marseille á Velodrome-leikvanginum í Marseille í kvöld.
Portúgalski miðjumaðurinn Joao Neves kom meisturunum í forystu á 7. mínútu. Nuno Mendes og Bradley Barcola tóku skemmtilegt þríhyrningsspil áður en Mendes lét vaða á markið, en skotið var varið út á Neves sem skoraði af stuttu færi.
Amine Harit, leikmaður Marseille, fékk rauða spjaldið á 20. mínútu fyrir brot á Marquinhos. Þegar endursýning var skoðuð virkaði rautt spjald fremur grimmur dómur, en það var ekki hægt að deila við dómarann og Marseille manni færri.
#OMPSG | Il existe un monde où harit prend un carton rouge sur cette action , c’est vraiment choquant , ils se cachent même plus les anti OM pic.twitter.com/3pJ9Dd3AcA
— GustaOM (@Gusta0M) October 27, 2024
PSG nýtti sér það með því að skora tvö mörk á síðustu fimmtán mínútum fyrri hálfleiks, með mikilli hjálp Marseille. Annað markið var sjálfsmark varnarmanninum Leonardo Balerdi. Slök fyrirgjöf kom inn í teiginn og var enginn leikmaður nálægt Balerdi sem potaði boltanum í eigið net.
il est con balerdi là... pic.twitter.com/GD6Dw6wfsZ
— TONY21 (@FOOTSTORIES21) October 27, 2024
Barcola gerði þriðja og síðasta mark PSG. Ousmane Dembele tók skot hægra megin úr teignum sem var varið, en Dembele fékk boltann aftur, kom honum til hliðar á Barcola sem afgreiddi boltann af yfirvegun í netið.
Stórsigur fyrir PSG, svona í ljósi rígsins, en liðið er á toppnum með 23 stig á meðan Marseille er 3. sæti, sex stigum á eftir erkifjendum sínum.
Athugasemdir