PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 19:39
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Við áttum að vinna þennan leik
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að liðið hafi átt að vinna leikinn gegn Liverpool en liðin skildu jöfn, 2-2, á Emirates leikvanginum í kvöld.

Arsenal var með ágætis völd á leiknum í fyrri hálfleiknum og fór inn í hálfleik með 2-1 forystu.

Liðið náði ekki að fylgja frammistöðu fyrri hálfleiksins á eftir og hleypti Liverpool betur inn í leikinn. Gestirnir náðu síðan í jöfnunarmark á lokamínútunum er Mohamed Salah skoraði eftir stoðsendingu Darwin Nunez.

„Ég er mjög stoltur af liðinu. Hugrekkið, gæðin og yfirráðin í leiknum var það sem við vildum og sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það áttu að vera fleiri mörk í fyrri hálfleiknum, en þeir mættu til leiks í síðari á meðan okkur skorti hugrekki.“

„Við áttum skilið að vinna þennan leik. Við vorum betra liðið, en það sem ég lærði af mörkunum sem við fengum á okkur. Seinna var í miðri umbreytingu þar sem við verðum að komast á síðasta þriðjunginn. Það er ekki hægt að gefa það frá sér.

„Við vorum skýrir með það hvað við þurftum að gera. Framkvæmdin, áræðnin og grimmdin með og án bolta var mjög góð. Það voru nokkur augnablik þar sem við áttum að setja boltann í netið.“

„Í fyrsta fasanum þurftum við meira hugrekki í spilinu en við sköpuðum mörg góð færi,“
sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner