Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 28. október 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benoný vekur athygli út fyrir Ísland - Tókst hið ómögulega
Benoný Breki Andrésson.
Benoný Breki Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benoný Breki Andrésson endaði sem markakóngur Bestu deildarinnar og setti markamet. Hann skoraði fimm mörk í lokaumferðinni og endaði með 21 mark í 26 leikjum spiluðum í deildinni. Ellefu af mörkunum komu eftir tvískiptingu.

Benoný Breki er aðeins 19 ára gamall en hann stefnir á það að fara út í atvinnumennsku í vetur.

Benoný Breki vakti athygli út fyrir landsteinanna með frammistöðu sinni gegn HK því hann fékk tíu í einkunn á síðunni FotMob sem er með gríðarlega vinsælt snjallforrit.

Á forritinu fá leikmenn einkunn byggða á tölfræði en það gerist ekki á hverjum degi að leikmenn fái þarna tíu í einkunn. Það gerist í raun bara aldrei og mjög sjaldgæf sjón.

FotMob sem er með 150 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum X vakti athygli á þessu. „Þeir sögðu að þetta væri ekki hægt," skrifa þau við færsluna og eiga þá við að fá tíu í einkunn, sem Benoný gerði. Það átti að vera ómögulegt.

Færslan hefur vakið mikla athygli, rétt eins og frammistaða sóknarmannsins unga.




Athugasemdir
banner
banner