Benoný Breki Andrésson endaði sem markakóngur Bestu deildarinnar og setti markamet. Hann skoraði fimm mörk í lokaumferðinni og endaði með 21 mark í 26 leikjum spiluðum í deildinni. Ellefu af mörkunum komu eftir tvískiptingu.
Benoný Breki er aðeins 19 ára gamall en hann stefnir á það að fara út í atvinnumennsku í vetur.
Benoný Breki er aðeins 19 ára gamall en hann stefnir á það að fara út í atvinnumennsku í vetur.
Benoný Breki vakti athygli út fyrir landsteinanna með frammistöðu sinni gegn HK því hann fékk tíu í einkunn á síðunni FotMob sem er með gríðarlega vinsælt snjallforrit.
Á forritinu fá leikmenn einkunn byggða á tölfræði en það gerist ekki á hverjum degi að leikmenn fái þarna tíu í einkunn. Það gerist í raun bara aldrei og mjög sjaldgæf sjón.
FotMob sem er með 150 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum X vakti athygli á þessu. „Þeir sögðu að þetta væri ekki hægt," skrifa þau við færsluna og eiga þá við að fá tíu í einkunn, sem Benoný gerði. Það átti að vera ómögulegt.
Færslan hefur vakið mikla athygli, rétt eins og frammistaða sóknarmannsins unga.
???? We have a FotMob 10 rating!
— FotMob (@FotMob) October 26, 2024
Benony Andresson of Icelandic club @KRreykjavik scored FIVE in today’s win over HK Kópavogs.
They said it couldn’t be done… pic.twitter.com/ByWKyD4bX4
This is mad… 19 year-old Benony Andresson really bagged five goals in one game and came out with a FotMob rating of 10 ???? They said it couldn’t be done but he’s managed to do it ????
— Rising Ballers (@RisingBallers_) October 27, 2024
He’s been playing in a league in Iceland and has bagged 11 goals in his last 5 games… Insane. pic.twitter.com/C11st2vETv
Yeah, Benoný Breki Andrésson needs a January move ???????? https://t.co/BLelDAOLZB pic.twitter.com/bdvXEyFU9v
— Football Report (@FootballReprt) October 26, 2024
Athugasemdir