Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 28. október 2024 13:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki neinar afsakanir fyrir Ten Hag - „Mér fannst það stórfurðulegt"
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var rekinn úr starfi í morgun eftir að hafa stýrt United frá sumrinu 2022.

Kaveh Solhekol, fréttamaður Sky Sports, segir að United hafi sýnt Ten Hag þolinmæði sem ekki mörg önnur félög hefðu sýnt honum.

„Ég held að Erik ten Hag geti ekki búið til neinar afsakanir," segir Solhekol.

„Hann var að stýra stærsta félagi í heimi og tókst einhvern veginn að halda starfinu eftir 7-0 tap gegn Liverpool. Mér fannst það stórfurðulegt."

„Hann er góður maður en getur ekki búið til neinar afsakanir. Margir eigendur hefði rekið hann mun fyrr," segir fréttamaðurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner