Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 28. október 2024 09:50
Elvar Geir Magnússon
„Tíminn er á þrotum fyrir Ten Hag“
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Nigel Reo-Coker, fyrrum miðjumaður West Ham, telur að stjórnendur Manchester United séu farnir að skoða stjóramál sín og Erik ten Hag eigi ekki mikið eftir í starfi.

„Ég tel að tíminn sé á þrotum fyrir Erik ten Hag. Ég tel að nú séu stjórnendur Manchester United að skoða hvaða skref sé best fyrir félagið," segir Reo-Coker í hlaðvarpsþættinum Football Daily.

Manchester United er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir tap gegn West Ham í gær.

„Eitt af því sem þarf að skoða er hvort það verði sóttur stjóri til að fylla í gatið tímabundið eða hvort það eigi að finna rétta stjórann í langtímaverkefni og uppbyggingu. Það er stóra spurningin."

„Í mínum huga er Erik ten Hag kominn á endastöð. Nú er stóra spurningin hver sé næstur og hver getur hjálpað félaginu að ná markmiðum sínum og draumum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 11 9 1 1 21 6 +15 28
2 Man City 11 7 2 2 22 13 +9 23
3 Chelsea 11 5 4 2 21 13 +8 19
4 Arsenal 11 5 4 2 18 12 +6 19
5 Nott. Forest 11 5 4 2 15 10 +5 19
6 Brighton 11 5 4 2 19 15 +4 19
7 Fulham 11 5 3 3 16 13 +3 18
8 Newcastle 11 5 3 3 13 11 +2 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 17 17 0 18
10 Tottenham 11 5 1 5 23 13 +10 16
11 Brentford 11 5 1 5 22 22 0 16
12 Bournemouth 11 4 3 4 15 15 0 15
13 Man Utd 11 4 3 4 12 12 0 15
14 West Ham 11 3 3 5 13 19 -6 12
15 Leicester 11 2 4 5 14 21 -7 10
16 Everton 11 2 4 5 10 17 -7 10
17 Ipswich Town 11 1 5 5 12 22 -10 8
18 Crystal Palace 11 1 4 6 8 15 -7 7
19 Wolves 11 1 3 7 16 27 -11 6
20 Southampton 11 1 1 9 7 21 -14 4
Athugasemdir
banner
banner