PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 17:13
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Fimm stjörnu frammistaða hjá Bayern
Jamal Musiala var besti maður Bayern með mark og stoðsendingu
Jamal Musiala var besti maður Bayern með mark og stoðsendingu
Mynd: Getty Images
Bochum 0 - 5 Bayern
0-1 Michael Olise ('16 )
0-2 Jamal Musiala ('26 )
0-3 Harry Kane ('57 )
0-4 Leroy Sane ('65 )
0-5 Kingsley Coman ('71 )

Þýska stórliðið Bayern München vann sannfærandi 5-0 sigur á Bochum í 8. umferð deildarinnar á Vonovia Ruhr-leikvanginum í Bochum í dag.

Tímabilið hefur spilast vel hjá Bayern þessa fyrstu mánuði, en liðið þurfti samt að svara fyrir óvænt 4-1 tap gegn Barcelona í Meistaradeildinni í vikunni.

Liðið gerði það nokkuð vel. Bayern fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn þökk sé mörkum frá Michael Olise og Jamal Musiala.

Í síðari hálfleiknum bættu Harry Kane, Leroy Sane og Kingsley Coman við þremur mörkum á fjórtán mínútum til að ganga endanlega frá Bochum. Kane var að gera níunda deildarmark sitt á tímabilinu og er markahæstur ásamt Omar Marmoush, leikmanni Eintracht Frankfurt.

Bayern endurheimti þá toppsætið og er með 20 stig, eins og Leipzig, sem er í öðru sæti.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 8 6 2 0 29 7 +22 20
2 RB Leipzig 8 6 2 0 14 3 +11 20
3 Leverkusen 8 4 3 1 20 15 +5 15
4 Union Berlin 8 4 3 1 9 5 +4 15
5 Freiburg 8 5 0 3 13 11 +2 15
6 Eintracht Frankfurt 8 4 2 2 16 12 +4 14
7 Dortmund 8 4 1 3 15 14 +1 13
8 Stuttgart 8 3 3 2 17 16 +1 12
9 Werder 8 3 3 2 14 16 -2 12
10 Heidenheim 8 3 1 4 12 11 +1 10
11 Gladbach 8 3 1 4 11 13 -2 10
12 Augsburg 8 3 1 4 12 19 -7 10
13 Mainz 8 2 3 3 12 13 -1 9
14 Wolfsburg 8 2 2 4 15 16 -1 8
15 Hoffenheim 8 2 2 4 13 17 -4 8
16 St. Pauli 8 1 2 5 5 11 -6 5
17 Holstein Kiel 8 0 2 6 10 23 -13 2
18 Bochum 8 0 1 7 7 22 -15 1
Athugasemdir
banner
banner