PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 19:05
Sölvi Haraldsson
Kiddi Jóns fór snemma af velli - Mögulega kinnbeinsbrotinn
Kristinn Jónsson.
Kristinn Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna stendur yfir leikur Víkinga og Breiðabliks á Víkingsvelli þar sem barist er um Íslandsmeistarartitilinn. Þegar þessi frétt er skrifuð er ennþá markalaust en leikurinn var stopp í dágóðan tíma þegar korter var búið af leiknum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Kristinn Jónsson, leikmaður Blika, og Erlingur Agnarsson, leikmaður Víkings, skullu saman og lágu niðri í nokkrar mínútur. Þeir þurftu báðir aðhlynningu en Elingur Agnarsson gat haldið leik áfram á meðan Kristinn þurfti að fara meiddur af velli.

Erlingur Agnarsson og Kristinn Jónsson skella saman og liggja báðir niðri. Leikurinn stöðvaður. Leiðinlegar fréttir fyrir Kristinn og alla Blika. Kristinn fær högg beint á kinnina, mögulegt kinnbeinsbrot.“ skrifaði Kári Snorrason sem textalýsir leiknum.

Í fjölmiðlastúkunni eru vangaveltur um það hvort að Kristinn Jónsson sé kinnbeinsbrotinn eftir þennan árekstur. Nafni hans, Kristinn Steindórsson, kom inn í stað hans og fer á vinstri kantinn en Davíð Ingvars er kominn niður í vinstri bakvörðinn.


Athugasemdir
banner
banner