PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   mán 28. október 2024 14:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur staðfestir félagaskipti Fanneyjar í annað sinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur endurbirti rétt í þessu tilkynningu sem fyrst var birt fyrir tíu dögum síðan. Þar er sagt frá því að Fanney Inga Birkisdóttir sé gengin í raðir sænska félagsins Häcken.

Valur tók út fyrri tilkynninguna þar sem félagaskiptin voru ekki frágengin. Það var Fanney Inga sjálf sem vakti athygli á því í samtali við Fótbolta.net að félagaskiptin væru ekki klár.

Fanney er 19 ára og var aðalmarkvörður Vals undanfarin tvö tímabil. Hún vann Íslandsmeistaratitilinn á fyrra árnu og bikarmeistaratitilinn í ár. Hún hefur verið aðalmarkvörður landsliðins frá því í desember í fyrra en missti af leikjunum gegn Bandaríkjunum vegna höfuðmeiðsla.

Häcken er næstbesta lið Svíþjóðar, liðið situr í 2. sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir, ellefu stigum á eftir Guðrúnu Arnardóttur og stöllum hennar í Rosengård. Häcken fer í forkeppni Meistaradeildarinnar á næsta tímabili.

Tilkynning Vals
Sænska úrvalsdeildarfélagið BK Häcken FF hefur keypt landsliðsmarkvörð okkar Valsara Fanneyju Ingu Birkisdóttur. Fanney sem er 19 ára gömul er uppalin í Val.

Óhætt er að segja að Fanney Inga hafi slegið í gegn á síðasta tímabili þegar hún varð aðalmarkvörður meistaraflokks kvenna og í kjölfarið festi sig í sessi sem aðalmarkvörður landsliðsins. Hún átti síðan frábært tímabil í ár sem endaði með því að draumur hennar um að leika erlendis er að rætast.

„Fanney Inga er geggjaður markvörður og það gleður okkur mjög að hún sé nú á leið í topplið í Svíþjóð. Fanney er gott dæmi um stelpu sem hefur lagt ótrúlega mikið á sig til þess að ná markmiðum sínum og það hefur hún gert hér hjá okkur í Val,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals.

Björn segir kaupverðið trúnaðarmál en ljóst sé að félagið sé að fá upphæð sem ekki hafi sést í íslenska kvennaboltanum til þessa.

„Og Fanney Inga stendur alveg undir því enda teljum við að hún eigi eftir að ná langt í framtíðinni. Við óskum henni alls hins besta og getum ekki beðið eftir því að fylgjast með henni á stóra sviðinu.“
Athugasemdir
banner
banner
banner