PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   mán 28. október 2024 09:20
Elvar Geir Magnússon
PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic
Powerade
 Amar Dedic er orðaður við Liverpool.
Amar Dedic er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Perez vill ráða Alonso.
Perez vill ráða Alonso.
Mynd: Getty Images
Framtíð Trent Alexander-Arnold heldur áfram að vera í umræðunni og Liverpool er sagt vera kominn með Bosníumann í sigtið. Hér er slúðurpakkinn sem gerir alla mánudaga betri.

Paris St-Germain hefur blandað sér í kapphlaup við Real Madrid um að fá enska hægri bakvörðinn Trent Alexander-Arnold (26) frá Liverpool. (Fichajes)

Liverpool hefur spurst fyrir um bosníska hægri bakvörðinn Amar Dedic (22) hjá RB Salzburg en hann gæti orðið hugsanlegur arftaki Alexander-Arnold. (Caught Offside)

Úlfarnir hafa gert georgíska sóknarmiðjumanninn Giorgi Chakvetadze (25) hjá Watford að sínu helsta skotmarki fyrir janúargluggann. (Sun)

Florentino Perez, forseti Real Madrid, er að undirbúa að skipta út stjóranum Carlo Ancelotti á næstu leiktíð fyrir Xabi Alonso, stjóra Bayer Leverkusen. (Sport)

Sóknarmaðurinn Mario Balotelli (34) fer í læknisskoðun hjá ítalska A-deildarliðinu Genoa í dag. Þessi skrautlegi leikmaður er án félags eftir að hafa yfirgefið tyrkneska liðið Adana Demirspor. (Fabrizio Romano)

West Ham hefur áhuga á nígeríska framherjanum Ademola Lookman (27) hjá Atalanta. Julen Lopetegui vonast til að auka sóknarmöguleika sína í janúar. (Teamtalk)

Manchester City ætlar að bjóða króatíska varnarmanninum Josko Gvardiol (22) endurbættan samning upp á 150 þúsund pund á viku til að framlengja dvöl hans á Etihad leikvanginum um tvö ár eða til ársins 2030. (Star)

Cole Palmer (22) er einbeittur á Chelsea þrátt fyrir að vera orðaður við endurkomu til Manchester City. (Football Insider)

AC Milan hefur áhuga á reyna að fá Federico Chiesa (27) frá Liverpool. (Caught Offside)

Þýski varnarmaðurinn Mats Hummels (35) gæti yfirgefið Roma í janúar þrátt fyrir að hafa gengið til liðs við ítalska félagið á frjálsri sölu í sumar. (Nicolo Schira)

AC Milan ætlar að framlengja samning við hollenska miðjumanninn Tijjani Reijnders (26) vegna áhuga frá Manchester City og Barcelona. (Corriere dello Sport)

Daniele De Rossi gæti snúið aftur til Roma rúmum mánuði eftir að hafa verið rekinn frá félaginu. Núverandi stjóri Ivan Juric er undir mikilli pressu eftir 5-1 tap gegn Fiorentina. (RAI Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner