Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   sun 27. október 2024 18:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Oliver Ekroth „lítur mjög vel út"
Í upphitun
Í upphitun
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sölvi Geir Ottesen stýrir liði Víkings í dag þar sem Arnar Gunnlaugsson, aðalþjálfari liðsins, er í leikbanni.

Aðstoðarþjálfarinn ræddi við Stöð 2 Sport fyrir leikinn og ræddi þar um sænska miðvörðinn Oliver Ekroth sem er mættur aftur í byrjunarliðið eftir meiðsli.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Staðan á honum er búin að vera mjög góð, búinn að æfa með okkur síðustu þrjá daga og tekið fullan þátt í æfingum síðustu tvo daga. Staðan er góð og hann lítur mjög vel út. Það er bara mjög gott að fá hann til baka í liðið," sagði Sölvi við Stöð 2 Sport.

Úrslitaleikurinn hefst klukkan 18:30 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net. Víkingi dugir jafntefli í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner