Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 28. október 2024 12:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hvað á Van Nistelrooy að gera?"
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy.
Mynd: Getty Images
Ruud van Nistelrooy, fyrrum sóknarmaður Manchester United, mun taka við stjórn liðsins til bráðabirgða eftir að Erik ten Hag var rekinn fyrr í dag.

Van Nistelrooy kom inn í þjálfarateymi Man Utd í sumar og tekur núna við stjórn liðsins á meðan leitað er að nýjum framtíðarstjóra. Möguleiki er á því að hann verði sá stjóri.

Gary Neville, fyrrum leikmaður Man Utd, telur þó að sinn gamli liðsfélagi muni ekki breyta miklu.

„Ég held að það sé enginn hissa á þessum fréttum," segir Neville.

„Hvað á Van Nistelrooy að gera? Hann getur sett liðið öðruvísi upp en hann var á bekknum með Ten Hag. Ég verð furðulostinn ef það breytist eitthvað mikið á næstu dögum."

„Það þarf að fara í mikla vinnu með þessum leikmönnum."

Van Nistelrooy var stjóri PSV Eindhoven í heimalandi sínu áður en hann kom inn í þjálfarateymi United.
Athugasemdir
banner
banner