PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 20:44
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 27. umferðar - Magnaður Ísak og fimma frá Benoný
Ísak Snær er Sterkasti leikmaður umferðarinnar.
Ísak Snær er Sterkasti leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Benoný Breki Andrésson skoraði fimm.
Benoný Breki Andrésson skoraði fimm.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Til hamingju Breiðablik! Íslandsmeistarar 2024 eftir 3-0 sigur gegn Víkingi í úrslitaleiknum.

Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö mörk í leiknum og er Sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar. Þá er Halldór Árnason þjálfari umferðarinnar.

Þá eru Anton Ari Einarsson, Höskuldur Gunnlaugsson, Damir Muminovic og Viktor Örn Margeirsson í liði umferðarinnar. Höskuldur var alls ellefu sinnum í liði umferðarinnar á tímabilinu!



KR slátraði HK 7-0 þar sem Benoný Breki Andrésson skoraði fimmu. Aron Sigurðarson var einnig frábær í leiknum. HK féll.

Hilmar Árni Halldórsson skoraði í kveðjuleiknum þegar Stjarnan vann FH 3-2. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði tvö og var maður leiksins í 4-1 sigri KA gegn Fram.

Halldór Jón Sigurður Þórðarson kom inn af bekknum og breytti leiknum þegar Fylkir vann Vestra. Jónatan Ingi Jónsson var með stoðsendingaþrennu þegar Valur innsiglaði Evrópusæti með 6-1 sigri.

Fyrri úrvalslið
Sterkasta lið 26. umferðar
Sterkasta lið 25. umferðar
Sterkasta lið 24. umferðar
Sterkasta lið 23. umferðar
Sterkasta lið 22. umferðar
Sterkasta lið 21. umferðar
Sterkasta lið 20. umferðar
Sterkasta lið 19. umferðar
Sterkasta lið 18. umferðar
Sterkasta lið 17. umferðar
Sterkasta lið 16. umferðar
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar

Sterkustu leikmenn:
27. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
26. umferð - Erlingur Agnarsson (Víkingur)
25. umferð - Andri Rúnar Bjarnason (Vestri)
24. umferð - Benoný Breki Andrésson (KR)
23. umferð - Helgi Guðjónsson (Víkingur)
22. umferð - Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur)
21. umferð - Benoný Breki Andrésson (KR)
20. umferð - Björn Daníel Sverrisson (FH)
19. umferð - Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
18. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
17. umferð - Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur)
16. umferð - Ólafur Íshólm Ólafsson (Fram)
15. umferð - Benjamin Stokke (Breiðablik)
14. umferð - Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
13. umferð - Johannes Vall (ÍA)
12. umferð - Danijel Djuric (Víkingur)
11. umferð - Daníel Hafsteinsson (KA)
10. umferð - Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
7. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)


Athugasemdir