PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   mán 28. október 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Er Totti að snúa aftur á völlinn? - „Nei, þetta var ekki grín“
Francesco Totti
Francesco Totti
Mynd: Getty Images
Ítalska goðsögnin Francesco Totti heldur áfram að ýja að því að hann gæti snúið aftur á völlinn, en hann segir að tvö félög hafi verið í sambandi við hann síðustu vikur.

Totti er 48 ára gamall en sjö ár eru liðin frá því hann lagði skóna á hilluna.

Fyrrum sóknarmaðurinn er talinn einn af bestu leikmönnum í sögu Ítalíu og sá besti í sögu Roma, en hann lék með liðinu allan sinn feril, sem þykir mjög sjaldgæft í heimi fótboltans.

Á dögunum kom Totti fram í viðtali þar sem hann greindi frá því að hann væri að íhuga að snúa aftur á völlinn. Nokkur félög höfðu samband við Totti og virtist hann ítreka það í öðru viðtali á sérstökum viðburði í Miami í Bandaríkjunum.

Totti er þessa dagana að undirbúa sig undir að taka þátt á padel-móti sem fer fram í nóvember.

„Já, en ég sagði að ég þyrfti að æfa í að minnsta kosti tvo mánuði, þannig er staðan,“ sagði Totti sem sagði vera alvara með þetta.„Nei, þetta var ekki grín. Ég tók þessu mjög alvarlega, þannig sjáum hvað gerist.“

Ítalinn ætlar að sjá hvernig líkaminn mun bregðast við og ef hann gefur grænt ljós þá mun Rómverjinn skoða næstu skref.

„Það hafa eitt eða tvö lið haft samband, þannig sjáum hvað hausinn, en helst af öllu hvað líkaminn segir. Hausinn virðist þegar vita svarið en við verðum að sjá hvernig líkaminn bregst við,“ sagði Totti.
Athugasemdir
banner
banner