PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   mán 28. október 2024 13:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær á lista hjá Man Utd
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær er á lista hjá Manchester United að sögn staðarmiðilsins Manchester Evening News.

Erik ten Hag fær um 17 milljónir punda í starfslokagreiðslu frá Man Utd eftir að hann var rekinn í dag, en það gæti orðið til þess að félagið skoði einungis kosti sem eru án félags.

Solskjær hefur verið án starfs frá því hann var rekinn frá United í nóvember 2021.

Það er óvíst hvort að Man Utd sé að skoða að ráða hann aftur sem stjóra eða bara í þjálfarateymið.

Ruud van Nistelrooy, fyrrum liðsfélagi Solskjær, stýrir Man Utd til bráðabirgða eftir að Ten Hag var rekinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner