Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 28. október 2024 12:26
Elvar Geir Magnússon
Eyddu 645 milljónum punda í að styrkja hópinn undir stjórn Ten Hag
Erik ten Hag stjóri Manchester United.
Erik ten Hag stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Erik ten Hag var rekinn sem stjóri Manchester United í dag en liðið situr í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði gegn West Ham í gær.

Samkvæmt Transfermarkt hefur félagið eytt rúmlega 645 milljónum punda í að styrkja leikmannahóp sinn undir stjórn Erik ten Hag. Hollendingurinn tók við liðinu sumarið 2022 og skilaði tveimur bikartitlum í hús.

Ten Hag fékk mun hærri fjárhæð til að reyna að bæta leikmannahópinn en þeir sem voru í starfi á undan honum.

Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær eyddu meira en 450 milljónum punda hvor, Louis van Gaal 269 milljónum og David Moyes 77 milljónum.

Undir stjórn Ten Hag vann Manchester United 70 af 128 leikjum í öllum keppnum og lætur hann því af störfum með 54,7% sigurhlutfall.

„Það er mjög einfalt hvað markmiðið er inn á vellinum. Eina sem við viljum er að vinna leiki og vera samkeppnishæfir í úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni," sagði Sir Jim Ratcliffe eftir að hann keypti hlut í Manchester United og tók yfir stjórn á fótboltamálum félagsins í febrúar.

„Það er það sem Man Utd snýst um, kannski er ég smá hlutdrægur en þetta er stærsta, besta og þekktasta félag í heimi. Það ætti því alltaf að keppa um deildartitla og Meistaradeildartitla."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 11 9 1 1 21 6 +15 28
2 Man City 11 7 2 2 22 13 +9 23
3 Chelsea 11 5 4 2 21 13 +8 19
4 Arsenal 11 5 4 2 18 12 +6 19
5 Nott. Forest 11 5 4 2 15 10 +5 19
6 Brighton 11 5 4 2 19 15 +4 19
7 Fulham 11 5 3 3 16 13 +3 18
8 Newcastle 11 5 3 3 13 11 +2 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 17 17 0 18
10 Tottenham 11 5 1 5 23 13 +10 16
11 Brentford 11 5 1 5 22 22 0 16
12 Bournemouth 11 4 3 4 15 15 0 15
13 Man Utd 11 4 3 4 12 12 0 15
14 West Ham 11 3 3 5 13 19 -6 12
15 Leicester 11 2 4 5 14 21 -7 10
16 Everton 11 2 4 5 10 17 -7 10
17 Ipswich Town 11 1 5 5 12 22 -10 8
18 Crystal Palace 11 1 4 6 8 15 -7 7
19 Wolves 11 1 3 7 16 27 -11 6
20 Southampton 11 1 1 9 7 21 -14 4
Athugasemdir
banner
banner