Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   sun 27. október 2024 17:32
Kári Snorrason
Byrjunarlið úrslitaleiksins: Ekroth byrjar
Ekroth snýr aftur eftir meiðsli.
Ekroth snýr aftur eftir meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skjöldurinn er í húfi.
Skjöldurinn er í húfi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:30 hefst úrslitaleikur Víkings og Breiðabliks í Bestu deildinni. Leikurinn er lokaleikur tímabilsins og dugir Víkingum jafntefli til að tryggja sér titilinn. Búið er að opinbera byrjunarliðin.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Víkingar unnu sögulegan sigur á Cercle Brugge í Sambandsdeildinni sl. fimmtudag. Víkingar gera tvær breytingar á liði sínu frá þeim leik.

Inn í liðið koma þeir Nikolaj Hansen og Oliver Ekroth í stað Viktors Örlygs og Halldórs Smára.

Varnarmaðurinn Oliver Ekroth hefur verið að glíma við meiðsli frá því upphafi mánaðar en byrjar í dag.

Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni í síðasta leik. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks heldur liði sínu óbreyttu.

Byrjunarliðin má sjá í heild sinni hér að neðan.


Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
20. Tarik Ibrahimagic
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)

Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Aron Bjarnason
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
24. Arnór Gauti Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman
Athugasemdir
banner
banner