Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 28. október 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona er sigurhlutfall stjóra Man Utd eftir að Sir Alex hætti
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Manchester United er núna að fara að ráða sinn sjötta stjóra eftir að Sir Alex Ferguson hætti störfum árið 2013.

Erik ten Hag var í morgun rekinn frá United eftir að hafa stýrt liðinu síðan sumarið 2022.

Ten Hag var með næst besta sigurhlutfallið af þeim stjórum sem Man Utd hefur verið með frá því Ferguson hætti.

Aðeins Jose Mourinho var með betra sigurhlutfall.

Sigurhlutfall hjá stjórum Man Utd eftir að Sir Alex hætti:
David Moyes - 52.9%
Louis van Gaal - 52.4%
Jose Mourinho - 58.3%
Ole Gunnar Solskjaer - 54.2%
Erik ten Hag - 54.7%

Ruud van Nistelrooy tekur við Man Utd til bráðabirgða en það er spurning hver verður næsti framtíðarstjóri liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner