PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 21:08
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Íslands - Sex breytingar - Cecilía kemur í markið
Icelandair
Cecilía Rán er í marki Íslands
Cecilía Rán er í marki Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið mætir Bandaríkjunum í síðari vináttuleik liðanna á Geodis Park í Nashville í Tennessee-ríki klukkan 21:30 í kvöld. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslands, hefur valið byrjunarliðið

Sex breytingar eru gerðar á byrjunarliðinu frá síðasta leik en Cecilía Rán Rúnarsdóttir kemur í markið í stað Telmu Ívarsdóttur.

Emilia Kiær Ásgeirsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðný Árnadóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Hlín Eiríksdóttir koma einnig inn í liðið.

Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Byrjunarlið Bandaríkjanna:

18. Casey Murphy (M)
3. Korbin Albert
5. Jenna Nighswonger
9. Mallory Swanson (F)
12. Emily Swans
13. Olivia Moultrie
14. Emily Sonnett
15. Jaedyin Shaw
17. Sam Coffey
20. Casey Krueger
24. Yazmeen Ryan

Byrjunarlið Íslands:

1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (M)
4. Glódís Perla Vigósdóttir (F)
5. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Selma Sól Magnúsdóttir
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir
16. Hildur Antonsdóttir
18. Guðrún Arnardóttir
20. Guðný Árnadóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir


Athugasemdir
banner
banner
banner