Enski vængmaðurinn Bukayo Saka bætti 23 ára gamalt Thierry Henry er hann skoraði í leik Arsenal gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Saka snéri aftur í lið Arsenal eftir meiðsli og skoraði mark sitt á 9. mínútu.
Ben White átti langan bolta fram völlinn á Saka, sem lék á Andy Robertson og skoraði með góðu skoti efst í nærhornið.
Þetta var 50. deildarmark Saka með Arsenal og náði hann að bæta 23 ára gamalt félagsmet sem Thierry Henry setti. Henry var 24 ára gamall þegar hann skoraði sitt 50. mark í deildinni, en Saka er aðeins 23 ára.
„Mér fannst þetta vera ágætis afgreiðsla. Ég hef ekki séð markið aftur en tilfinningin var góð. Thierry Henry á öll met þannig það er notalegt að ná þessu, en auðvitað vill maður vinna leiki. Ég verð samt að vera ánægður því allt er svo Thierry Henry-legt. Ef þú skorar þá er talað um Henry og ef þú leggur upp þá Henry nefndur. Mér líður vel og fannst ég geta klárað leikinn, en stjórinn tók mig af velli,“ sagði Saka við Sky.
Athugasemdir