Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 28. október 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ekkert vitað um meiðsli Gabriel - „Ég veit ekki hvað gerðist“
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðvörðurinn Gabriel Magalhaes meiddist í leik Arsenal gegn Liverpool á Emirates í gær og gat ekki haldið leik áfram, en Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segist ekki vita alvarleika meiðslana.

Varnarmaðurinn hefur skapað frábært miðvarðarpar með franska leikmanninum William Saliba síðustu ár.

Saliba tók út leikbann í gær og spilaði því Gabriel með Ben White í miðverði, en Gabriel þurfti að fara af velli snemma í síðari hálfleik vegna meiðsla.

Það yrði mikil blóðtaka fyrir Arsenal að missa Gabriel líka út úr liðinu, en Arteta var ekki kominn með frekari upplýsingar um líðan varnarmannsins er hann ræddi við fjölmiðla í gær.

„Við erum ekki komnir upplýsingar um það, en hann gat alla vega ekki hlaupið. Ég veit ekki hvað gerðist.“

„Ég veit ekki hvort þetta hafi verið liðamót í hné eða í ökkla. Það er verið að skoða hann,“
sagði Arteta
Athugasemdir
banner
banner
banner