Enski miðjumaðurinn Dele Alli er byrjaður að æfa aftur með Everton en þetta staðfesti Sean Dyche, stjóri félagsins, um helgina.
Alli hefur ekkert spilað í eitt og hálft ár eða þegar hann var á láni hjá Besiktas í Tyrklandi.
Hann hefur glímt við erfið meiðsli og fengið bakslag ofan á bakslag í endurhæfingu sinni.
Samningur Alli við Everton rann út í sumar en hann fær samt enn að æfa með liðinu og nota aðstöðuna til að koma sér aftur af stað, en Dyche uppfærði stöðuna á Alli í viðtali eftir 1-1 jafnteflið gegn Fulham á laugardag.
„Já, hann er bara nýbyrjaður að æfa aftur á grasi. Hann er að byggja sig upp aftur eftir að hafa meiðst smávægilega. Það kostaði hann því miður meiri tíma og núna er hann bara að reyna koma sér aftur í form,“ sagði Dyche.
Athugasemdir