PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 17:07
Brynjar Ingi Erluson
Fyrirliðarnir skoruðu með níu mínútna millibili
Virgil van Dijk fagnar jöfnunarmarki Liverpool
Virgil van Dijk fagnar jöfnunarmarki Liverpool
Mynd: Getty Images
Stórleikur Arsenal og Liverpool er í gangi þessa stundina en staðan er 1-1 þegar lítið er eftir af hálfleiknum.

Bukayo Saka kom óvænt aftur inn í byrjunarlið Arsenal eftir að hafa glímt við meiðsli en hann er með fyrirliðabandið í fjarveru Martin Ödegaard.

Englendingurinn skoraði fyrir Arsenal þegar tæpar níu mínútur voru liðnar af leiknum.

Ben White átti langa sendingu út á hægri vænginn og átti Saka eftir að gera helling áður en hann skoraði. Honum tókst að færa sig inn á teiginn, leika á Andy Robertson áður en hann hamraði boltanum efst í nærhornið.

Sjáðu markið hjá Saka hér

Aðeins níu mínútur síðar jafnaði Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, með skalla eftir hornspyrnu. Trent Alexander-Arnold kom með hornspyrnuna á nær, á hausinn á Luis Díaz sem framlengdi boltann til Van Dijk og þaðan í netið. Staðan 1-1.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner
banner
banner