PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   mán 28. október 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikil reiði í Madríd - Verður Ancelotti látinn fjúka?
Xabi Alonso er orðaður við stjórastarf Real Madrid.
Xabi Alonso er orðaður við stjórastarf Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, núverandi stjóri Real Madrid.
Carlo Ancelotti, núverandi stjóri Real Madrid.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er svo sannarlega ekki mikil ánægja hjá Real Madrid eftir úrslit helgarinnar. Liðið tapaði 0-4 gegn erkifjendum sínum í Barcelona.

Robert Lewandowski skoraði tvö snemma í síðari hálfleiknum og þá bættu þeir Lamine Yamal og Raphinha við mörkum undir lokin.

Það er mikil reiði hjá Real Madrid eftir þessi úrslit en samkvæmt Sport á Spáni, þá er félagið farið að skoða önnur plön í þjálfaramálum sínum.

Carlo Ancelotti, núverandi stjóri Madrídinga, er talinn þreyttur eftir að hafa unnið bæði spænsku úrvalsdeildina og Meistaradeildina á síðustu leiktíð.

Kylian Mbappe kom til félagsins í sumar en hann hefur lítið gert til að hjálpa liðinu innan vallar.

Florentina Perez, forseti Real Madrid, er nú víst að vinna í þeim möguleika að fá Xabi Alonso aftur til félagsins. Alonso er fyrrum leikmaður Madrídarstórveldisins en hann hefur gert stórkostlega hluti sem stjóri Bayer Leverkusen. Hann þykir mjög efnilegur í fræðunum.

Perez er sagður mjög reiður yfir stöðunni hjá Madrídingum en það munar nú sex stigum á Barcelona og Real Madrid í deildinni.

Núgildandi samningur Ancelotti rennur út sumarið 2026.
Athugasemdir
banner
banner