Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 28. október 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsti landsleikurinn í rúmt ár - „Hundfúlar með að tapa báðum leikjunum“
Icelandair
Cecilía í leiknum gegn Bandaríkjunum í gær
Cecilía í leiknum gegn Bandaríkjunum í gær
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Landsliðskonan Cecilía Rán Rúnarsdóttir var í markinu í 3-1 tapi Íslands gegn Bandaríkjunum í vináttuleik ytra í nótt en þetta var fyrsti landsleikur hennar í rúmt ár.

Cecilía var aðalmarkvörður landsliðsins þegar hún meiddist á hné á æfingu með Bayern München í ágúst á síðasta ári, en hún snéri aftur í lok tímabilsins.

Í sumar gekk hún í raðir Inter á láni þar sem hún hefur staðið sig með eindæmum vel.

Hún hefur verið í landsliðshópnum í síðustu verkefnum en ekkert komið við sögu. Það var síðan í gær sem hún fékk loks tækifærið.

„Það var geðveikt að koma aftur í hópinn í júní enn þá sætara að fá loksins að spila,“ sagði Cecilía við KSÍ.

Cecilía var mjög svekkt með að hafa tapað báðum leikjunum gegn Bandaríkjunum, en samt sem áður sátt með frammistöðu liðsins.

„Bara hundfúlt. Við bjuggumst kannski ekki við að við værum fúlar með að tapa 3-1 fyrir verkefnið, en bara hundfúlar með að tapa báðum leikjunum 3-1 og það gefur ekki rétta niðurstöðu af þessum leikjum.“

„Við erum ótrúlega sáttar og töluðum um það eftir síðasta leik hvað við værum sáttar með frammistöðuna og vildum halda því áfram í þessum leik. Við getum gengið sáttar frá borði en auðvitað hundfúlt að hafa tapað. Þetta er bara æfingaleikur og sigur gefur ekkert.“


Cecilía var þá ánægð með varnarleikinn, sem var nokkuð agaður stærstan hluta leikjanna.

„Ótrúlega. Við erum að verjast mjög vel frá fremsta manni til aftasta. Þetta er varnarleikurinn sem við stöndum fyrir og við erum að gera það mjög vel,“ sagði hún enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner