PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   mán 28. október 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk: Betra en að tapa
Virgil van Dijk skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu
Virgil van Dijk skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, var ánægður með stigið sem liðið náði í gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Van Dijk skoraði fyrsta úrvalsdeildarmark sitt á tímabilinu er hann jafnaði í 1-1 snemma í fyrri hálfleiknum en Mikel Merino tók aftur forystuna fyrir Arsenal undir lok hálfleiksins.

Liverpool, sem átti slakan fyrri hálfleik, kom sterkara inn í síðari hálfleikinn og skoraði jöfnunarmarkið á 81. mínútu er Darwin Nunez lagði boltann til hliðar á Mohamed Salah sem setti boltann í netið.

Van Dijk var nokkuð sáttur með stigið.

„Þetta hljómar eins og alger klisja en þetta er betra en að tapa. Það voru tækifæri fyrir okkur til að reyna að vinna leikinn. Fyrri hálfleikurinn var erfiður en við komum brattir inn í síðari hálfleikinn og náðum að þrýsta inn jöfnunarmarki,“ sagði Van Dijk sem var síðan spurður út í markið sem hann skoraði.

„Þetta er frekar auðvelt er það ekki? Við náðum að greina það að Arsenal er með nokkra veikleika sem við gátum nýtt okkur og þetta var einn þeirra.“

Liverpool er í öðru sæti, aðeins einu stigi frá toppliði Manchester City.

„Ég held að einhver hafi sagt við mig á síðasta ári að Man City tapaði hér og vann síðan deildina. Við erum komnir í október og ég hef nú þegar lesið að Arsenal sé úr titilbaráttunni ef þeir tapa. Við erum í þannig bransa að þú getur verið á toppnum eina vikuna og síðan eru allt í einu ekki lengur þar. Við erum í október þannig sjáum hvernig staðan verður í lok tímabils. Njótið ferðarinnar,“ sagði Van Dijk.
Athugasemdir
banner
banner
banner