PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Keane hefur áhyggjur af hugarfari Arsenal-manna - „Liggja til baka í stað þess að sækja þriðja markið“
Mynd: Getty Images
Roy Keane, sparkspekingur á Sky Sports, segist hafa áhyggjur af hugarfari Arsenal en þetta sagði hann eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Liverpool í dag.

Arsenal stjórnaði fyrri hálfleiknum gegn Liverpool og fór með 2-1 forystu inn í hálfleikinn.

Liverpool kom sér betur inn í síðari hálfleikinn og tókst að sækja jöfnunarmark þegar lítið var eftir en Keane segir hugarfar Arsenal manna ekki á réttum stað.

„Allir frábærir leikmenn geta haft áhrif á leiki og það er það sem Saka gerir. Þú sást það með þessari afgreiðslu sem hann átti í leiknum. Það sem var áhugavert í viðtali hans var að hann var vonsvikinn, en núna er ég farinn að hafa áhyggjur af hugarfari Arsenal.“

„Þeir liggja til baka eftir að þeir komast yfir í stað þess að sækja þriðja markið. Þetta er eins og þeir séu að vonast eftir því að vinna 2-1. Þegar þú mætir góðum leikmönnum eins og Salah, þá verður þér refsað,“
sagði Keane á Sky.
Athugasemdir
banner