Hreggviður Hermannsson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net á förum frá Njarðvíkingum.
Þessi 24 ára gamli bakvörður hefur verið lykilmaður í liði Njarðvíkinga undanfarin ár en hann glímdi aðeins við meiðsli í sumar og spilaði fjórtán leiki í Lengjudeildinni í sumar, þar af tíu í byrjunarliði.
Hann kom til félagsins fyrir þremur árum frá Keflavík og hefur síðan spilað 56 leiki og skorað eitt mark í deild- og bikar.
Njarðvíkingar áttu frábært tímabil í sumar þar sem þeir jöfnuðu sinn besta árangur í sögunni og settu stigamet þegar þeir enduðu í sjötta sæti deildarinnar en rétt misstu af umspilssæti í lokaumferðinni.
Hreggviður Hermannsson skrifaði undir tveggja ára samning síðasta sumar við Njarðvíkinga en er nú útlit fyrir að hann yfirgefi félagið og hefur heyrst af áhuga frá liðum í Lengjudeildinni sem og fyrirspurnir úr Bestu deildinni.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |