PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 16:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Dramatískur sigur hjá West Ham gegn Man Utd - Palmer hetja Chelsea
Mynd: EPA
Mynd: EPA

West Ham vann dramatískan sigur á Man Utd í úrvalsdeildinni í dag. Tottenham tapaði gegn Crystal Palace og Cole Palmer tryggði Chelsea sigur á Newcastle.


Man Utd var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hreint með ólíkindum að staðan hafi verið markalaus í hálfleik. Diogo Dalot fékk dauðafæri en skaut boltanum framhjá á opið markið. Þá átti Bruno Fernandes skot í slá.

Julen Lopetegui, stjóri West Ham, gerði þrefalda skiptingu í hálfleik og það var allt annað að sjá til þeirra. Crysencio Summerville kom m.a. inn á og hann kom West Ham yfir þegar hann stýrði boltanum í netið eftir slakt skot frá Danny Ings.

Joshua Zirkzee byrjaði á bekknum hjá Man Utd en hann kom inn á sem varamaður og tveimur mínútum síðar kom hann að marki þegar Casemiro stýrði boltanum í netið eftir skalla frá Zirkzee.

David Coote dómari komst loksins að niðurstöðu um að dæma vítaspyrnu á Mathijs de Ligt fyrir brot á Danny Ings eftir að hafa skoðað atvikið vel í VAR. Jarrod Bowen fór á punktinn og skoraði og tryggði West Ham sigurinn. Tólf mínútur voru í uppbótatíma en Man Utd tókst ekki að nýta sér það.

Chelsea vann Newcastle á Brúnni. Nicolas Jackson kom Chelsea yfir en Cole Palmer átti frábæra sendingu innfyrir vörn Newcastle á Pedro Neto sem lagði markið upp. Alexander Isak jafnaði metin fyrir Newcastle áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Palmer náði forystunni á ný fyrir Chelsea snemma í seinni hálfleik. Isak var nálægt því að jafna metin þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma en hann var of lengi að athafna sig einn á móti marki.

Jean-Phillipe Mateta tryggði Crystal Palace sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Tottenham eftir mikinn vandræðagang í vörninni.

Chelsea 2 - 1 Newcastle
1-0 Nicolas Jackson ('18 )
1-1 Alexander Isak ('32 )
2-1 Cole Palmer ('47 )

Crystal Palace 1 - 0 Tottenham
1-0 Jean-Philippe Mateta ('31 )

West Ham 2 - 1 Manchester Utd
1-0 Crysencio Summerville ('74 )
1-1 Casemiro ('81 )
2-1 Jarrod Bowen ('90 , víti)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 9 7 2 0 20 9 +11 23
2 Liverpool 9 7 1 1 17 5 +12 22
3 Arsenal 9 5 3 1 17 10 +7 18
4 Aston Villa 9 5 3 1 16 11 +5 18
5 Chelsea 9 5 2 2 19 11 +8 17
6 Brighton 9 4 4 1 16 12 +4 16
7 Nott. Forest 9 4 4 1 11 7 +4 16
8 Tottenham 9 4 1 4 18 10 +8 13
9 Brentford 9 4 1 4 18 18 0 13
10 Fulham 9 3 3 3 12 12 0 12
11 Bournemouth 9 3 3 3 11 11 0 12
12 Newcastle 9 3 3 3 9 10 -1 12
13 West Ham 9 3 2 4 13 16 -3 11
14 Man Utd 9 3 2 4 8 11 -3 11
15 Leicester 9 2 3 4 13 17 -4 9
16 Everton 9 2 3 4 10 16 -6 9
17 Crystal Palace 9 1 3 5 6 11 -5 6
18 Ipswich Town 9 0 4 5 9 20 -11 4
19 Wolves 9 0 2 7 12 25 -13 2
20 Southampton 9 0 1 8 6 19 -13 1
Athugasemdir
banner