PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   sun 27. október 2024 21:22
Brynjar Ingi Erluson
Slot: Impóneraður af því hvernig við mættum í seinni hálfleikinn
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, var virkilega ánægður með síðari hálfleikinn í 2-2 jafnteflinu gegn Arsenal á Emirates-leikvanginum í kvöld.

Hollendingurinn var ekkert sérstaklega hrifinn af frammistöðunni í fyrri hálfleik en fagnaði því hvernig liðið kom inn í seinni hálfleikinn.

„Það er ánægjulegt að sjá að við getum komið til baka eftir að hafa lent tvisvar undir og sérstaklega þar sem þeir fengu einum dag meira í endurheimt. Það að koma sterkari inn í síðari en þann fyrri gladdi mig. Maður mætir hingað til að vinna en kannski getum sætt okkur við jafnteflið, sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn.“

„Arsenal er með marga gæða leikmenn og þú getur átt erfið augnablik í leiknum. Það gladdi mig að við skoruðum úr föstu leikatriði. Við þurftum á því að halda því við vorum ekki allsráðandi í opnu spili. Þeir verðskulduðu að fara inn í hálfleikinn 2-1 yfir, en það var mjög inpóneraður hvernig við mættum í seinni.“

„Tveimur mínútum fyrir seinna markið þá var Trent nær teignum og fékk gagnrýni fyrir sendinguna. Það góða með Trent er að hann reynir alltaf aftur og það leiddi að frábæru liðsmarki. Darwin hefur ekki spilað það marga leiki en hann þarf að spila alla leiki núna því við þurftum hann til að skora. Það var mikil orka í honum allan leikinn.“

„Við vorum betri fyrstu 10-15 mínúturnar í byrjun síðari hálfleiks, heldur en í öllum fyrri hálfleiknum. Það hjálpaði okkur líka að setja þrjá gæðamikla leikmenn inn á sem komu með mikla orku og hjálpaði okkur að ná í stig,“
sagði hann í lokin.

Liverpool er í öðru sæti með 22 stig, stigi á eftir Englandsmeisturum Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner