
Gylfa Þór Sigurðsson vonast til að ná að komast í Meistaradeildina með Everton á næstu árum.
Gylfi samdi við Everton í gær eftir langar og strangar samningaviðræður félagsins við Swansea. Everton leikur í Evrópudeildinni á komandi tímabili en Gylfa dreymir um Meistaradeildina.
Gylfi samdi við Everton í gær eftir langar og strangar samningaviðræður félagsins við Swansea. Everton leikur í Evrópudeildinni á komandi tímabili en Gylfa dreymir um Meistaradeildina.
„Auðvitað er það draumurinn, bæði hjá félaginu, stuðningsmönnum og leikmönnum, en það er náttúrulega gríðarlega erfitt að reyna að koma sér inn í þessi topp fjögur sæti. Það er draumur hjá öllum að spila í Meistaradeildinni en það gæti tekið 1-2 ár," sagði Gylfi við Fótbolta.net í gær.
Önnur felög sýndu Gylfa áhuga en voru það félög sem leika í Meistaradeildinni?
„Ekkert sem var beint á borðinu, það var einhver áhugi en ekkert sem mér leist nógu vel á. Ég hefði ekki haft áhuga á að fara í einhver lið bara til að spila í Meistaradeildinni. Ég vildi frekar fara í sterkt lið og reyna að spila með því í Meistaradeildinni," sagði Gylfi.
Hér að neðan má sjá viðtalið við Gylfa í heild.
Athugasemdir