Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fim 17. ágúst 2017 20:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Myndband: Gylfi kynntur fyrir stuðningsmönnunum í kvöld
Gylfi Þór Sigurðsson, nýjasti og dýrasti leikmaður í sögu Everton var kynntur fyrir stuðningsmönnum félagsins í kvöld.

Everton er þessa stundina að spila gegn króatíska félaginu Hadjuk Split í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Fyrir leik var Gylfi fenginn inn á Goodison Park, heimavöll Everton þar sem hann var klæddur Everton treyjunni, með númerinu 18 á bakinu.

Gengið var frá kaupunum á Gylfa í gær en líkt og áður segir er hann dýrasti leikmaður í sögu Everton, sem og dýrasti leikmaður í sögu Liverpool borgar.

Kaupverðið á Gylfa er 45 milljónir punda en hann kom frá Swansea.


Athugasemdir