Tólftu umferð Pepsi-deildar kvenna lauk í gær en 13. umferðin hefst strax í dag. Þór/KA spilar við KR en þessi leikur er spilaður svona snemma vegna þess að Þór/KA er að fara að taka þátt í Evrópukeppni.
Hinir leikir umferðarinnar verða spilaðir 9. og 10. júlí næstkomandi.
Hinir leikir umferðarinnar verða spilaðir 9. og 10. júlí næstkomandi.
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs í 2. deild karla, spáir í leiki umferðarinnar fyrir Fótbolta.net.
KR 0 - 3 Þór/KA (klukkan 18:00 í dag)
KR verður að finna stig í botnbaráttunni. Að tapa fyrir Grindavík og Selfoss þýðir að liðið verður að kroppa í eitthvað af stigunum af liðum í toppnum. Stig gegn Þór/KA væri gríðarlega sterkt og ekki ólíklegt að liðið setji leikinn upp þannig að hann opnist sem minnst. Þéttur varnarleikur og möguleiki á nokkrum skyndisóknum. Þór/KA er í harðri baráttu við Breiðablik um titilinn og verður að taka þrjú stig í vesturbænum. Heimastúlkur ná að halda þeim í skefjum framan af en þegar gestirnir ná fyrsta markinu gætu fleiri fylgt í kjölfarið. 0 – 3 verður niðurstaðan og koma mörkin öll eftir föst leikatriði. Enda hættulegasta liðið í slíkum atriðum á landinu
FH 2 - 2 Selfoss (klukkan 19:15, 9. ágúst)
FH er í veseni og hver leikur er núna "do or die" fyrir þær. Á heimavelli gegn öðru liði úr neðri hlutanum kemur ekkert annað til greina en þrjú stig. Þær einfaldlega verða að girða sig og vinna til að eiga möguleika á Pepsi 2019. Sitji þær enn á botninum með 2 sigra í 13 leikjum eftir þennan leik má segja að brekkan sé orðin ansi brött. Þó mótið sé nú auðvitað ekki alveg búið. Selfyssingar hafa verið að rísa undanfarið (Selfoss – Stjarnan ekki búinn þegar þetta er skrifað) og náð sterkum úrslitum. Þetta verður markaleikur og endar í jafntefli 2-2.
ÍBV 1 - 2 Breiðablik (klukkan 18:00, 10. ágúst)
Vonbrigðatímabil ÍBV heldur áfram er liðið liggur fyrir Blikum á heimavelli. Aðeins tvö lið eiga möguleika á titlinum og ÍBV siglir lygnan sjó. Það styttist hreinlega í botnbaráttuna og eyjastúlkur þyrftu stig á heimavelli. Blikar eru annað liðanna sem geta staðið uppi sem sigurvegarar í haust og eiga eftir að hirða öll þrjú stigin í þessum leik. ÍBV gæti komist yfir enda með leikmenn eins og Cloe innanborðs. Leikurinn endar 1-2 í opnum leik þar sem mörg færi fara forgörðum.
HK/Víkingur 1 - 4 Valur (klukkan 19:15, 10. ágúst)
Spútniklið HK/Víkings getur komist upp í eftirsóttan topp 5 klúbbinn með sigri í þessum leik. Takist það má segja að liðið hafi raðraðað sokkum upp í okkur sérfræðingana (þó þær séu náttúrulega búnar að því) og árangurinn í sumar langt umfram allt sem allir aðrir en þær sjálfar bjuggust við. Andstæðingar þeirra úr Val eru pottþétt ekki ánægðar með að vera ekki lengur í toppbaráttu við Blika og Þór/KA. Spurning hvort það dragi úr þeim tennurnar eða efli þær enn frekar að sýna áfram hvað í þeim býr. Miðað við mannskapinn þá verður það pottþétt hið síðarnefnda. HK/Víkingur heldur áfram að koma á óvart og kemst yfir í leiknum. Styrkur Valsliðsins verður hinsvegar nægur til að ná öllum þremur stigunum. 1-4. Gígja Valgerður setur hann fyrir HK/Víking og Fanndís og Hlín Eiríksdóttir skipta mörkum Vals jafnt á milli sín.
Grindavík 2 - 4 Stjarnan (klukkan 19:15, 10. ágúst)
Heimaliðið vill svo sannarlega öll stigin þrjú, aftur gegn Stjörnunni. Óvæntur sigur Grindvíkinga síðast í Garðabænum ætti að gefa þeim sjálfstraust og trú á verkefninu. Enda í harðri botnbaráttu og verða að halda áfram að safna stigum. Það sem er þó líklegra er að Stjörnuliðið mæti kolvitlaust í leikinn og hefni ófaranna úr fyrri umferðinni. Það er ekki gott að mæta Stjörnustúlkum í ham. Leikurinn verður líflegur og við fáum mörk. 2-4 endar leikurinn. Harpa með þrennu og Katrín með eitt. Berglind Ósk verður búin að negla inn tveimur fyrir Grindavík.
Fyrri spámenn:
Helena Ólafsdóttir (4 réttir)
Glódís Perla Viggósdóttir (3 réttir)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (2 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (2 réttir)
Oliver Sigurjónsson (2 réttir)
Guðbjörg Gunnarsdóttir (1 réttur)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir