Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   lau 01. janúar 2022 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi lækkaði í launum en er samt lang launahæstur
Gylfi hefur ekkert spilað á þessu ári, en hann er áfram launahæstur.
Gylfi hefur ekkert spilað á þessu ári, en hann er áfram launahæstur.
Mynd: EPA
Viðskiptablaðið tók nýverið saman lista yfir tíu launahæstu íslensku fótboltamennina árið 2021.

Gylfi Þór Sigurðsson er lang launahæstur, með 750 milljónir króna í árslaun. Hann er samningsbundinn Everton á Englandi en hefur ekkert spilað á þessu tímabili eftir að hann var handtekinn um miðjan júlí, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Mál hans er enn til rannsóknar hjá lögreglunni í Bretlandi og á meðan spilar Gylfi ekki fyrir Everton.

Í grein Viðskiptablaðsins segir að Gylfi hafi lækkað í launum frá 2020 þar sem hann hefur ekki fengið neina bónusa fyrir spilaða leiki, mörk skoruð og þess háttar. Hann var með 850 milljónir króna í árslaun 2020.

Næstir á eftir Gylfa koma Jóhann Berg Guðmundsson (um 500 milljónir króna í árslaun) og Aron Einar Gunnarsson (um 290 milljónir króna í árslaun).

1. Gylfi Þór Sigurðsson (Everton) um 750 milljónir
2. Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley) um 500 milljónir
3. Aron Einar Gunnarsson (Al Arabi) um 290 milljónir
4. Rúnar Alex Rúnarsson (Arsenal - OH Leuven í láni) um 250 milljónir
5. Alfreð Finnbogason (Augsburg) um 225 milljónir
6. Arnór Sigurðsson (CSKA Moskva - Venezia í láni) um 200 milljónir
7. Hörður Björgvin Magnússon (CSKA Moskva) um 200 milljónir
8. Sverrir Ingi Ingason (PAOK) um 180 milljónir
9. Rúnar Már Sigurjónsson (CFR Cluj) um 150 milljónir
10. Guðlaugur Victor Pálsson (Schalke 04) 150 milljónir

Hægt er að skoða greinina í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner