Nani, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur gengið í raðir portúgalska úrvalsdeildarfélagsins Estrela da Amadora á frjálsri sölu.
Nani er 37 ára og hefur víða komið við á sínum ferli. Síðustu félagslið hans hafa verið Orlando City, Venezia, Melbourne Victory og Adana Demirspor. Hann lék 34 leiki með síðastnefnda liðinu á síðasta tímabili.
Nani er 37 ára og hefur víða komið við á sínum ferli. Síðustu félagslið hans hafa verið Orlando City, Venezia, Melbourne Victory og Adana Demirspor. Hann lék 34 leiki með síðastnefnda liðinu á síðasta tímabili.
Portúgalski vængmaðurinn er góður vinur Cristiano Ronaldo en þeir léku saman með portúgalska landsliðinu, Sporting Lissabon og Manchester United.
Estrela Amadora er úr hverfnu þar sem Nani fæddist og hann er því svo sannarlega kominn heim. Hann gerði eins árs samning við félagið. Liðið hafnaði í fjórtánda sæti af átján liðum portúgölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Um dia feliz! Ansioso por começar uma nova etapa no @estrelamadora ??#CFEA #EstreladaAmadora #NewChallenge pic.twitter.com/rRpbldGaQK
— Nani (@luisnani) August 1, 2024
Athugasemdir