Máni Austmann Hilmarsson, leikmaður FH, deildi í gær færslu á Twitter sem hefur vakið gríðarlega athygli.
„Fékk þessi skilaboð í morgun frá móður 14 ára drengs sem ég er með í liðveislu. Hann ætlaði að halda upp á afmælið sitt en bekkjarfélagar hans ákváðu að hópskrópa í afmælið," skrifar Máni og birtir mynd af skilaboðunum.
Máni og félagar hans ákváðu að taka sig til og mættu í afmælið sem drengurinn hafði ætlað sér að halda upp á. Farið var í lasertag eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
„Einelti er víða en við getum öll lagt okkar að mörkum, það getur þýtt meira en við áttum okkur á," skrifar Máni.
Miklar fyrirmyndir þessir strákar en vonandi verður tekið á þessu máli innan skólans.
Hægt er að sjá færslu Mána hér að neðan.
Fékk þessi skilaboð í morgun frá móður 14 ára drengs sem ég er með í liðveislu. Hann ætlaði að halda upp á afmælið sitt en bekkjarfélagar hans ákváðu að hópskrópa í afmælið.
— Mani Austmann (@ManiAustmann) October 31, 2022
Einelti er víða en við getum öll lagt okkar að mörkum, það getur þýtt meira en við áttum okkur á. pic.twitter.com/KXLC3LccWr
Athugasemdir