Keflavík er að skoða ástralska markvörðinn Jonathan Mark Faerber en þetta staðfesti Guðlaugur Baldursson þjálfari liðsins við Fótbolta.net í dag.
Faerber varði mark Reynis Sandgerði þegar liðið féll úr 3. deildinni í fyrra.
Hann hefur æft með Keflavík að undanförnu og í gær spilaði hann síðari hálfleikinn í 3-0 tapi gegn Val í æfingaleik. Möguleiki er á að hann semji við Keflvíkinga.
Aron Elís Árnason, sem var varamarkvörður Keflavíkur í fyrra, verður ekki áfram hjá liðinu.
Sindri Kristinn Ólafsson er aðalmarkvörður en hann er í íslenska U21 árs landsliðinu.
Athugasemdir