Lokahnykkur deildartímabilsins á Ítalíu er í fullu fjöri og er enn hörð barátta á öllum helstu vígstöðvum í Serie A.
Genoa tekur á móti Udinese í þýðingarlitlum slag í kvöld en botnlið Monza fær svo nýliða Como í heimsókn á morgun. Ekkert annað en kraftaverk getur forðað Monza frá falli á meðan Como getur svo svo gott sem bjargað sér frá falli með sigri.
Nýliðar Parma eru aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið og munu gera sitt besta til að ná stigi gegn toppliði og ríkjandi Ítalíumeisturum Inter. Inter er með þriggja stiga forystu á Napoli í titilbaráttunni.
AC Milan tekur að lokum á móti Fiorentina um kvöldið þar sem liðin mætast í Evrópubaráttunni. Albert Guðmundsson og félagar í Flórens eru aðeins einu stigi frá Evrópusæti sem stendur, fjórum stigum fyrir ofan Milan sem þarf að komast á mikið skrið til að lauma sér í Evrópukeppni fyrir næstu leiktíð.
Sunnudagurinn byrjar á íslenskum fallbaráttuslag þar sem Þórir Jóhann Helgason og félagar í Lecce taka á móti Mikaeli Agli Ellertssyni og félögum hans í Venezia, en Bjarki Steinn Bjarkason er einnig partur af hópi Feneyinga. Venezia er sem stendur í fallsæti, fimm stigum frá Lecce í öruggu sæti.
Empoli og Cagliari eigast svo við í fallbaráttunni áður en Atalanta fær Lazio í heimsókn í spennandi Evrópuslag. Atalanta er í þriðja sæti sem stendur, sex stigum fyrir ofan Lazio, en hefur tapað tveimur leikjum í röð án þess að skora mark.
Roma spilar svo við Juventus í stórleik helgarinnar. Þrjú stig skilja liðin að í Evrópubaráttunni.
Síðasti leikur umferðarinnar fer fram á mánudagskvöldið þegar Bologna og Napoli eigast við. Bologna er í Meistaradeildarsæti sem stendur á meðan Napoli þarf á sigri að halda í titilbaráttunni.
Föstudagur
18:45 Genoa - Udinese
Laugardagur
13:00 Monza - Como
16:00 Parma - Inter
18:45 Milan - Fiorentina
Sunnudagur
10:30 Lecce - Venezia
13:00 Empoli - Cagliari
13:00 Torino - Verona
16:00 Atalanta - Lazio
18:45 Roma - Juventus
Mánudagur
18:45 Bologna - Napoli
Stöðutaflan
Ítalía
Serie A - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Inter | 30 | 20 | 7 | 3 | 67 | 28 | +39 | 67 |
2 | Napoli | 30 | 19 | 7 | 4 | 47 | 24 | +23 | 64 |
3 | Atalanta | 30 | 17 | 7 | 6 | 63 | 29 | +34 | 58 |
4 | Bologna | 30 | 15 | 11 | 4 | 50 | 34 | +16 | 56 |
5 | Juventus | 30 | 14 | 13 | 3 | 46 | 28 | +18 | 55 |
6 | Roma | 30 | 15 | 7 | 8 | 45 | 30 | +15 | 52 |
7 | Lazio | 30 | 15 | 7 | 8 | 51 | 42 | +9 | 52 |
8 | Fiorentina | 30 | 15 | 6 | 9 | 47 | 30 | +17 | 51 |
9 | Milan | 30 | 13 | 8 | 9 | 45 | 35 | +10 | 47 |
10 | Udinese | 31 | 11 | 7 | 13 | 36 | 42 | -6 | 40 |
11 | Torino | 30 | 9 | 12 | 9 | 35 | 35 | 0 | 39 |
12 | Genoa | 31 | 9 | 11 | 11 | 29 | 38 | -9 | 38 |
13 | Como | 30 | 7 | 9 | 14 | 36 | 47 | -11 | 30 |
14 | Verona | 30 | 9 | 3 | 18 | 29 | 58 | -29 | 30 |
15 | Cagliari | 30 | 7 | 8 | 15 | 31 | 44 | -13 | 29 |
16 | Parma | 30 | 5 | 11 | 14 | 35 | 49 | -14 | 26 |
17 | Lecce | 30 | 6 | 7 | 17 | 21 | 49 | -28 | 25 |
18 | Empoli | 30 | 4 | 11 | 15 | 24 | 47 | -23 | 23 |
19 | Venezia | 30 | 3 | 11 | 16 | 23 | 43 | -20 | 20 |
20 | Monza | 30 | 2 | 9 | 19 | 24 | 52 | -28 | 15 |
Athugasemdir