Enzo Maresca þjálfari Chelsea var kátur eftir 1-0 sigur gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Chelsea var sterkari aðilinn stærsta hluta leiksins en Tottenham fékk sín færi, án þess þó að takast að skora. Lærisveinar Maresca eru í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigurinn, í gífurlega harðri baráttu um Meistaradeildarsæti.
„Þetta eru mikilvæg úrslit útaf því að tímabilið er að klárast. Við áttum góða kafla í þessum leik en líka slæma, það mikilvægasta er að hafa náð í þrjú stig. Það er mikilvægt að sigra leiki þegar maður er ekki að spila upp á sitt besta," sagði Maresca við Sky Sports að leikslokum.
„Yfir heildina litið var þetta góð frammistaða, við áttum skilið að sigra þennan leik. Við sköpuðum nógu mikið af færum til að skora annað mark og ég er ánægður með baráttuna sem strákarnir sýndu í uppbótartímanum. Þetta er mjög mikilvægt merki fyrir okkur sem lið, strákarnir voru að berjast og fórna sér fyrir hvorn annan.
„Mér líður eins og liðið sé sífellt að verða betra og ef við náum að komast í Meistaradeildina þá er það frábært."
Chelsea á meðal annars eftir að spila við Liverpool, Newcastle, Manchester United og Nottingham Forest á lokaspretti deildartímabilsins, auk þess að mæta Legia frá Varsjá í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 30 | 22 | 7 | 1 | 70 | 27 | +43 | 73 |
2 | Arsenal | 30 | 17 | 10 | 3 | 55 | 25 | +30 | 61 |
3 | Nott. Forest | 30 | 17 | 6 | 7 | 50 | 35 | +15 | 57 |
4 | Chelsea | 30 | 15 | 7 | 8 | 54 | 37 | +17 | 52 |
5 | Man City | 30 | 15 | 6 | 9 | 57 | 40 | +17 | 51 |
6 | Newcastle | 29 | 15 | 5 | 9 | 49 | 39 | +10 | 50 |
7 | Aston Villa | 30 | 13 | 9 | 8 | 44 | 45 | -1 | 48 |
8 | Brighton | 30 | 12 | 11 | 7 | 48 | 45 | +3 | 47 |
9 | Fulham | 30 | 12 | 9 | 9 | 44 | 40 | +4 | 45 |
10 | Bournemouth | 30 | 12 | 8 | 10 | 49 | 38 | +11 | 44 |
11 | Brentford | 30 | 12 | 5 | 13 | 51 | 47 | +4 | 41 |
12 | Crystal Palace | 29 | 10 | 10 | 9 | 37 | 34 | +3 | 40 |
13 | Man Utd | 30 | 10 | 7 | 13 | 37 | 41 | -4 | 37 |
14 | Tottenham | 30 | 10 | 4 | 16 | 55 | 44 | +11 | 34 |
15 | Everton | 30 | 7 | 13 | 10 | 32 | 37 | -5 | 34 |
16 | West Ham | 30 | 9 | 7 | 14 | 33 | 50 | -17 | 34 |
17 | Wolves | 30 | 8 | 5 | 17 | 41 | 58 | -17 | 29 |
18 | Ipswich Town | 30 | 4 | 8 | 18 | 30 | 63 | -33 | 20 |
19 | Leicester | 30 | 4 | 5 | 21 | 25 | 67 | -42 | 17 |
20 | Southampton | 30 | 2 | 4 | 24 | 22 | 71 | -49 | 10 |
Athugasemdir