Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fim 03. apríl 2025 22:48
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Loma McNeese sigraði Mosfellsbæ
Mynd: HK
Afturelding 1 - 4 HK
0-1 Loma McNeese ('18 )
1-1 Saga Líf Sigurðardóttir ('22 )
1-2 Loma McNeese ('54 )
1-3 Loma McNeese ('65 )
1-4 Hildur Lilja Ágústsdóttir ('85 )

Afturelding og HK áttust við í lokaumferð í B-deild Lengjubikars kvenna í kvöld og tók Loma McNeese forystuna fyrir gestina úr Kópavogi.

Saga Líf Sigurðardóttir var snögg að jafna fyrir Mosfellinga svo staðan var 1-1 í leikhlé.

Loma lét til sín taka í síðari hálfleik þar sem hún endurheimti forystu HK áður en hún fullkomnaði þrennuna sína á 65. mínútu.

Hildur Lilja Ágústsdóttir innsiglaði sigur HK-inga undir lokin svo lokatölur urðu 1-4.

HK lýkur keppni með 9 stig eftir 6 umferðir á meðan Afturelding nældi sér eingöngu í 3 stig.

Afturelding Hrafnhildur Hjaltalín (m), Sigrún Eva Sigurðardóttir (81'), Elíza Gígja Ómarsdóttir (65'), Anna Pálína Sigurðardóttir, Harpa Karen Antonsdóttir, Thelma Sól Óðinsdóttir (65'), Sigrún Guðmundsdóttir, Saga Líf Sigurðardóttir (81'), Hanna Faith Victoriudóttir (81'), Karólína Dröfn Jónsdóttir (65'), Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir (81')
Varamenn Hólmfríður Birna Hjaltested (81'), Ólöf Hildur Tómasdóttir (65'), Andrea Katrín Ólafsdóttir (65'), Elfa Sif Hlynsdóttir (81'), Katrín S. Vilhjálmsdóttir (65'), Ísabella Eiríksd. Hjaltested (81'), Alexandra Austmann Emilsdóttir (81')

HK Sóley Lárusdóttir (m), Valgerður Lilja Arnarsdóttir, Natalie Sarah Wilson (63'), Loma McNeese (71'), Rakel Eva Bjarnadóttir (78'), Elísa Birta Káradóttir, Emilía Lind Atladóttir (78'), Ísabel Rós Ragnarsdóttir, Sigrún Ísfold Valsdóttir (78'), Ragnhildur Sóley Jónasdóttir, Kristjana Ása Þórðardóttir (63')
Varamenn Anja Ísis Brown (63), María Lena Ásgeirsdóttir (71), Hanna Björg Einarsdóttir (78), Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir (63), Melkorka Mirra Aradóttir (78), Hildur Lilja Ágústsdóttir (78), Guðbjörg Guðmundsdóttir (m)
Athugasemdir
banner
banner